Skemmtileg verkefni
Ganga í þögn í nokkrar mínútur (eða 30 – 60 sek) og skynja umhverfi sitt. Hægt að setjast niður og ræða upplifun hvers og eins.
Ræðum orðið þakklæti og hvað það merkir. Ganga um í þögn og hvert og eitt hugsa um þakklæti. Ég er þakklát/þakklátur fyrir.... Það getur verið margt í lífi okkar. Gera í 30 – 60 sek. Getum síðan sest niður og spurt þau koll af kolli hvað þau eru þakklát fyrir
Göngum brosandi um og brosum til hvors annars. Bros örvar vellíðunarhormón í heilanum. Jafnvel þó það sé gervibros... Gera í 30 – 60 sek.
Ganga niður að sjó, setjast þar á bekkinn, grasið eða á stéttina. Horfa á öldurnar og hreyfingu hafsins. Leggjast í grasið með lokuð augun. Hlusta á sjávarniðinn. Finna lyktina sem er í loftinu þar. Fara niður í fjöruna og koma við gróður, steina og fleira.
Tveir og tveir nemendur saman. Annarleggst niður eða situr. Hinn sest við hliðina og strýkur laufblaði mjúklega á kinn vinar/vinkonu. Skiptast síðan á. Einnig hægt að taka með mjúka pensla í vettvangsferð og nota sömu aðferð
Við ætlum að ganga um og athuga í umhverfi okkar hvort við getum gert eitthvað góðverk. Ræðum hvað er góðverk og erum meðvituð um það að finna út úr því þegar við göngum um. Það getur t.d. verið að tína rusl í umhverfinu, syngja fyrir einhverja sem við hittum á leiðinni, hjálpa hvort öðru á einhvern hátt.
Ræða hvað er gleði/ánægja. Við ætlum að ganga um, skoða og hlusta eftir einhverju sem okkur finnst vera gleðilegt í göngunni okkar. Setjumst niður, spyrjum hvern og einn nemanda.
Tökum með bók eða kennarinn segir sögu frá eigin brjósti. Nemendursitja/liggja og hlusta á söguna. Er öðruvísi að hlusta á sögu úti í náttúrunni? En ef við prófum að hlusta með lokuð augun?
Finna rólegan stað. Setjast niður í lótusblómið með hendur á hné. Kennarinn biður nemendur að fylgja sér og fara með möntruna. Lokum augum. Mantran er SA, TA , NA , MA. Kennarinn endurtekur möntruna og nemendurfylgja með. Á sama tíma færa þau hvern fingur að þumalfingri. SA (vísifingur), TA (langatöng), NA (baugfingur), MA (litli fingur). Endurtökum eftir þörfum eða eins oft og okkur finnst að hópurinn hefur úthald í
Finna trjágrein. Þegar allir nemendur hafa fundið sér grein þá fá þau band sem þau vefja utan um greinina
Þegar við göngum í sólinni getum við fundið skuggamyndirnar okkar. Á götunni eða á húsveggjum. Sjáum hvernig þær hreyfast eftir okkar hreyfingum.
Hver nemandi fær vasaljós. Förum þangað sem er alveg myrkur og einbeitum okkur að því sem við lýsum á. Gaman að fara út í móa, í skóginn eða klettana. Skynjunin verður öðruvísi þegar við skoðum grein, gras, steina eða hvað sem er með því að lýsa á það í myrkrinu. Einnig hægt að sitja og lýsa á húsvegg eða grindverk.
Það er góð regla að hafa ávallt meðferðis poka undir rusl sem verður á vegi okkar á leiðinni. Jafnvel taka ruslatöng með. Með því erum við að kenna nemendum að taka eftir og ganga vel um umhverfið og náttúruna. Við ræðum um að plast og annað rusl er hættulegt fyrir fuglana og náttúruna okkar. Viljum eiga hreina náttúru