Öndunaræfingar í
vettvangsferðum

Öndunaræfingar eru fjölbreyttar, þær sem við gerum með börnum höfum við í bland rólegar og hressandi. Með því að anda djúpt inn fyllum við líkamann okkar af súrefni og orku. Þær hjálpa okkur að slaka á og láta okkur líða vel. Við verðum meðvituð um mátt öndunar fyrir líkamann okkar. Ef við finnum fyrir kvíða og steitu getur öndun róað okkur og það sama má segja ef við finnum fyrir reiði. Að sama skapi gefur hressandi öndun okkur orku og gleði í hjarta.

Val um að sitja í lótusstöðu, liggja eða standa.
Loka augunum.
Setja hægri hönd að hjartastað.
Hafa athyglina á hjartasvæðinu.
Þegar við öndum inn þá búum við til kærleiksorku.
Hugsum um að senda okkur sjálfum fallegar hugsanir.
Á fráöndun sendum við orkuna um allan líkamann okkar.
Endurtökum nokkrum sinnum.
Veitum því athygli hvernig okkur líður.

Sitja í lótusstöðu/liggja/standa.
Setja hendur á maga.
Anda inn um nefið og finna hvernig maginn lyftist/þenst út.
Blása rólega út um munninn og finna hvernig maginn dregst saman.
Endurtökum nokkrum sinnum.
Finnum fyrir áhrifunum öndunarinnar á líkamann okkar.
Hvernig líður okkur?

Fara niður á hnén og vera upprétt
Setja hendur upp á höfuð og búa til kanínueyru.
Gerum á okkur kanínutennur.
Segjum að kanínan sé að leita að gulrótinni sinni.
Öndum 3x inn um nefið.
Blásum 1x út um munninn.
Endurtökum þetta 3 – 4 sinnum.
Finnum líðan okkar.

Setjumst í lótusstöðu/eða standa.
Anda inn um nefið og um leið lyfta höndum rólega upp og yfir höfuð.
Myndum blöðru með höndunum.
Segjum um leið "öndum gleði inn".
Látum hendur síga niður.
Segjum um leið "látum fýlu og pirring fara út".
Endurtökum 3x – 4x.
Hugsum um og finnum fyrir gleðinni sem er komin í líkamann okkar.

Sitja í lótusstöðu/eða standa.
Halda annarri hendi aðeins út.
Anda 5x inn um nefið og um leið rétta úr einum putta í einu.
Anda rólega frá út um munninn látum höndina um leið síga eins og við togum í ósýnilegt band.
Endurtökum 3x – 4x.
Finnum áhrifin á líkamann okkar.

Stöndum með fætur aðeins í sundur.
Hendur fram innöndun, hendur út til hliðar innöndum, hendur upp í loft innöndun.
Beygja efri líkamann fram og anda hraustlega út.
Segja um leið HAH.
Þessi æfing er gerð hratt og endurtökum 3x – 4x.
Finnum gleðina streyma um líkamann.

Sitja í lótusstöðu/eða standa.
Hendur á hnjám.
Öndum inn um nefið.
Á fráöndun setjum við tunguna út og öndum rólega frá okkur.
Endurtökum 3x- 4x.
Finnum áhrifin í líkamanum.

Sitja í lótusstöðu/eða standa.
Gerum blóm með því að: Halda vinstri hendi um hægri úlnlið sem er með fingur í sundur.
Öndum inn og finnum lyktina af blóminu.
Gerum kerti: Setjum alla fingur niður nema vísifingur.
Á fráöndun blásum við á kertið.
Endurtökum 3x – 4x.
Finnum áhrifin í líkamanum

Sitja í lótusstöðu/eða standa.
Setja lófa undir kinnbeinin/kjálkana og höku.
Anda inn.
Á fráöndun fara olnbogar út til hliðar.

Sitja í lótusstöðu/eða standa.
Beygja höfuð aðeins fram og anda djúpt inn í gegnum nefið.
Staldra við í 5 sek.
Rétta höfuðið upp og anda hressilega út í gegnum munninn.

Vera í liggjandi stöðu.
Setja einhvern hlut á magann okkar.
Getur verið eitthvað sem við finnum í náttúrunni t.d. lítill steinn.
Anda inn um nefið og út um munninn.
Fylgjast með hlutnumhreyfast upp og niður.
Börnin geta verið tvö og tvö saman. Gera til skiptis og fylgjast með hlutnum hreyfast.

Setjast í lótusstöðu.
Anda inn um nefið.
Á fráöndun rekum við tunguna út og horfum með augunm upp í loftið.
Endurtökum 3x -4x.

Sitja í lótusstöðu eða standa.
Halda á laufblaði.
Anda inn og við útöndun blása á laufblaðið.
Endurtaka nokkrum sinnum.
Getum líka notað strá.

Stöndum með hæla saman og aðeins útskeif.
Beygjum hnén og setjum fingurgóma á jörðina.
Öndum inn um nefið og réttum úr fótum.
Öndum frá okkur út um nefið og beygjum hnén. Um leið lítum við upp og brosum.