Núvitundaræfingar í
vettvangsferðum

Þegar við erum í núvitund þá erum við með vakandi athygli. Við lærum að hlusta á líkamann okkar. Hugsanir og tilfinningar öðlast hugarró og við njótum betur líðandi stundar. Hvort sem við erum að ganga um í vettvangsferðum, borða í núvitund eða hlusta á hvort annað þegar við tölum saman. Í vettvangsferðum æfum við okkur að vera meðvituð um að nota skynfærin okkar. Augu, eyru, nef og stærsta skynfærið sem er húðin. Við höfum í huga að vera vakandi fyrir því sem fyrir augu ber. Skynjum með nefinu okkar hvaða lykt er í loftinu.

Finnum hvernig andvarinn (vindurinn, veðráttan) snertir húðina. Hlustum með eyrunum eftir því hvaða hljóð berast til okkar. Í vettvangsferðum erum við að efla umhverfismennt og þannig verða þau meðvitaðari um umhverfi sitt og náttúruna, hvernig við göngum vel um, mismunandi veðurfar og breytingum eftir árstíðum. Í núvitund tökum eftir því smáa sem því stóra í kringum okkur. Hér eru margar hugmyndir að núvitund, öndunaræfingum og jógastöðum sem við getum gert.

Núvitundaræfingar

Skemmtileg verkefni