Núvitundaræfingar í
vettvangsferðum
Þegar við erum í núvitund þá erum við með vakandi athygli. Við lærum að hlusta á líkamann okkar. Hugsanir og tilfinningar öðlast hugarró og við njótum betur líðandi stundar. Hvort sem við erum að ganga um í vettvangsferðum, borða í núvitund eða hlusta á hvort annað þegar við tölum saman. Í vettvangsferðum æfum við okkur að vera meðvituð um að nota skynfærin okkar. Augu, eyru, nef og stærsta skynfærið sem er húðin. Við höfum í huga að vera vakandi fyrir því sem fyrir augu ber. Skynjum með nefinu okkar hvaða lykt er í loftinu.
Finnum hvernig andvarinn (vindurinn, veðráttan) snertir húðina. Hlustum með eyrunum eftir því hvaða hljóð berast til okkar. Í vettvangsferðum erum við að efla umhverfismennt og þannig verða þau meðvitaðari um umhverfi sitt og náttúruna, hvernig við göngum vel um, mismunandi veðurfar og breytingum eftir árstíðum. Í núvitund tökum eftir því smáa sem því stóra í kringum okkur. Hér eru margar hugmyndir að núvitund, öndunaræfingum og jógastöðum sem við getum gert.
Núvitundaræfingar
Sitja/liggja og einbeita sér að hlusta á hljóðin í umhverfinu okkar. Spyrja þau koll af kolli hvað þau heyrðu.
Ganga í kyrrð og hlusta á brakið/hljóðið undan skónum okkar þegar við göngum. Til að mynda þegar við göngum á laufblöðum, steinum, brak í snjó, á klaka sem brotnar, slabbi, ganga/hoppa í polli, sandi, í móanum og fleira sem okkur dettur í hug
Veita því athygli að undirlagið sem við göngum á er mismunandi. Mjúkt gras, gangstétt/göngustígur er harður og móinn hefur mismunandi undirlag (göngum á þúfum, steinum, mold, lyngi).
Veita umhverfi okkar athygli þegar við erum að ganga. Skoða trén, blómin, grasið, móann, mosann, himininn, hafið og fl. sem okkur dettur í hug. Fyrirmæli: Nú ætlum við að ganga um í smá stund án þess að tala saman og skoða umhverfið okkar vel. Veita umhverfinu athygli. Skoða sérstaklega stóra steina sem við sjáum, komum við þá, föðmum þá, eru þeir mismunandi viðkomu, eru þeir stórir eða litlir. Er eitthvað á steinunum? Mjúkur eða harður mosi. Göt til að pota í. Fyrirmæli: Nú ætlum við að ganga um í smá stund án þess að tala saman og skoða steinana í umhverfinu okkar vel
Taka fyrir eitthvað ákveðið sem við fylgjumst með í hverri vettvangsferð. Fylgjast með einu tré, steini með mosa, einhverju ákveðnu grassvæði eða skóginum. Athugum breytingar eftir árstíðum og milli daga.
Finna tré með breiða stofna og faðma þau. Gefa þeim kærleika.
Veita því athygli hvernig veðrið er mismunandi. Taka eftir því að það breytist milli árstíða, frá degi til dags eða bara meðan verið er í vettvangsferðinni. Finna fyrir áhrifum þess á okkur og líkama okkar. Finna hvernig vindurinn feykir og blæs á andlit okkar. Kuldinn nístir og hitinn hlýjar okkur. Finna fyrir þessu þegar við göngum, sitjum eða liggjum með lokuð augu. Rigningin og snjórinn eru blaut. Leggjumst á bakið, finnum regndropana/snjókornin detta á andlitið og einbeitum okkar að því hvernig þau leka um andlitið okkar. Setja tunguna út og finna líka á tungunni.
Veita tilfinningum okkar og líðan athygli meðan við liggjum/sitjum einbeitum okkur að því að anda inn og út. Spyrja þau hvernig þeim líði?
Öskra upp í vindinn. Vera í standandi stöðu. Anda vel inn um nefið og í fráöndun öskrum við hressilega upp í vindinn. Endurtökum 3x-4x. Best að gera í miklu roki.
Finna rólegan stað. Leggjast niður, horfa upp í himininn og skoða skýjamyndir. Hvað sjáum við? Spyrja koll af kolli. Einnig skoða litabrigðin á himninum. Vekja athygli á og ræða um hvað er sólarupprás/sólsetur.
Leggjast niður í snjóinn og gera kærleiksríka snjóengla með höndum og fótum. Getum líka teiknað hjörtu í snjóinn með höndunum eða mótað snjóhjörtu með höndunum
Ganga berfætt á útisvæði, í móanum, á tilteknu svæði sem hópurinn er á. Finnum hvernig okkur líður. Er kalt/heitt, hart/mjúkt, blautt/þurrt. Er þetta þægilegt eða óþægilegt. Þetta er kjarkæfing. Fundum við kjarkinn okkar og þorðum að vera með.
Ganga um t.d. í klettunum, stoppa og finna einhvern einn hlut og einbeita sér að honum í 30 – 60 sek. Skoða t.d. eitt tré, stein, blóm eða hvað sem er. Ræða það sem hvert og eitt var að skoða