Standa í báða fætur og hendur niður með síðum. Beygja hægri fót og setja á vinstra læri. Halda vinstri fæti beinum og þegar jafnvægið er komið þá lyfta höndum upp fyrir ofan höfuð með lófa saman. Einbeita sér að horfa á einn punkt. Öndunin djúp og róleg. Með rólegri fráöndun setjum við hendur rólega niður og síðan fótinn. Gott að standa augnablik í báða fætur með lokuð augun. Skipta síðan um hlið.

Útgáfa 2: Gera alveg eins nema standa í báða fætur ef við treystum okkur ekki til að standa á öðrum fæti. Setja síðan hendur út til hliðar, hreyfa örlítið. Þær eru greinarnar sem hreyfast örlítið í golunni.

Hugmynd: Finna laufblöð sem hafa fallið af trjánum og taka handfylli af laufblöðum. Henda þeim upp í loftið og sjá hvernig þau svífa niður eða fjúka. Allt eftir því hvernig veðrið er.