Þessi staða er eins og með rigninguna nema núna gerum við snjó. Stöndum í báða fætur með fætur örlítið í sundur. Teygjum hendur upp í loft. Beygjum efri hluta líkamans hægt niður með hnén bein og hreyfum hendurnar rólega niður. Eins og snjór sem er að falla rólega til jarðar. Stöldrum aðeins við í þessari stöðu. Förum rólega upp aftur og endurtökum.