Stöndum í báða fætur. Teygjum hendur upp í loft. Beygjum efri hluta líkamans hægt niður með hnén bein og hreyfum fingur í leiðinni. Stöldrum aðeins við í þessari stöðu. Förum rólega upp aftur og endurtökum.

Útgáfa 2: Sitja á jörðinni með hné bogin og setja hendur fyrir aftan okkur (til að styðjast við). Hreyfa fætur upp og niður (stappa). Auka eftir því sem rigningin eykst. Gera svo smám saman rólega alveg þangað til rigningin stoppar.