Byrjaðu á fjórum fótum með hendur undir öxlum og hné í mjaðmabreidd. Lyftu svo mjöðmum upp í loft og pressaðu hælana að jörðu. Finndu hrygginn lengjast án þess að fara með axlir upp að eyrum. Andaðu djúpt og rólega. Lyftum höfðinu aðeins upp og geltum eins og hundurinn gerir. Endurtökum 3x.

Útgáfa 2: Gera alveg eins nema við lyftum upp hægri fæti og hreyfum hann aðeins. Þá er eins og hundurinn sé að dilla skottinu. Gerum eins með vinstri fót. Endurtökum 3x á hvorum fæti.

Útgáfa 3: Hér gerum við þreytta hundinn. Leggjast á magann og beygja hendur meðfram líkamanum með lófa í gólfi. Lyftum efri hluta líkamans upp og horfum um leið upp í loft. Um leið rekum við út úr okkur tunguna og látum heyra í okkur eins og þegar hundur er þreyttur eftir hlaup. Leggjumst aftur niður. Endurtökum 3x.