Standa með báða fætur samsíða. Erum með líkamann alveg beinan og alla vöðva spennta. Setjum hendur fyrir ofan höfuð. Spennum greipar með öllum fingrum nema vísifingrum sem liggja saman. Við teygjum okkur upp án þess að lyfta fótum frá jörðu. Hugsum um að við séum sterk eins og fjallið. Höldum stöðunni í smá stund og látum síðan hendur síga mjúklega niður. Látum hendur liggja samsíða líkamanum í smá stund og finnum hvað okkur líður vel í líkamanum.